Enski boltinn

Keane verður seldur í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane fær fá tækifæri hjá Spurs og vill spila.
Keane fær fá tækifæri hjá Spurs og vill spila.

Það er orðið ljóst að Robbie Keane mun yfirgefa herbúðir Tottenham í janúar. Harry Redknapp, stjóri Spurs, mun taka hæsta tilboði þar sem ekki er lengur pláss fyrir Keane.

Jermain Defoe, Roman Pavlyuchenko og Peter Crouch eru allir á undan honum í goggunarröðinni. Keane hefur aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu á þessari leiktíð þó svo álagið á liðið sé mikið.

Keane hefur þegar verið orðaður við Aston Villa sem og lið Teits Þórðarsonar í MLS-deildinni.

Ég held hann sé sáttur við þetta því hann vill spila fótbolta. Hann hefur allan sinn feril verið lykilmaður og kann því illa að vera á bekknum. Sá sem býður best mun fá hann," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×