Lífið

Einbeitir sér að viðskiptum

Lily Allen. MYND/Cover Media
Lily Allen. MYND/Cover Media

Breska söngkonan Lily Allen, 25 ára, ætlar að eyða tíma sínum fyrir aftan skrifborðið.

Fyrr á þessu ári tilkynnti söngkonan að hún ætlar að einbeita sér að viðskiptum í meira mæli í stað þess að semja tónlist.

Markmið hennar er að opna vintage verslun sem selur notaðan fatnað ásamt systur sinni og stofna sitt eigið útgáfufélag.

„Ég er með litla skrifstofu í Soho og sit fyrir aftan skrifborðið mitt þar á hverjum degi. Það er virkilega gaman," segir Lily.

Hún viðurkennir þó að það er ekki eins gaman að hanga á skrifstofunni og að ferðast um heiminn og halda tónleika.

Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í morgun. Vertu með í fyrramálið..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.