Alonso tilbúinn í lokaslag um titilinn 10. nóvember 2010 17:51 Fernando Alonso hefur reynsluna til að keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1 og varð meistari 2005 og 2006. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com. Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Fernando Alonso er kominn til Abu Dhabi þar sem lokamótið í titilbaráttu fjögurra ökumanna fer fram um helgina. Alonso flaug beint frá Brasilíu eftir keppnina þar, en sagðist samt hafa náð einhverri hvíld í löngu flugi. Hann hefur þegar skoðað brautina í Abu Dhabi á reiðhjóli og rætt málin við Ferrari liðið á mótsstað. "Afstaða okkar hefur ekkert breyst fyrir þetta mikilvæga mót. Við verðum að gera allt fullkomlega og þá eigum við möguleika á að ná markmiðinu sem við settum okkur í upphafi tímabilsins", sagði Alonso á vefsíðu Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. Alonso sagði að úrslitin í mótinu í Brasilíu gefi Ferrari að hafa stjórn á örlögunum. Alonso er 8 stigum á undan Mark Webber í stigamótinu, 16 stigum á undan Sebastian Vettel og 24 stigum á undan Lewis Hamilton. "Ef við náum fyrsta eða öðru sæti, þá þurfum við ekki að standa í neinum stigaútreikningum. Við getum þetta, jafnvel þó andstæðingar okkar séu sterkir. Þeirra bíll (Red Bull) hefur hentað best á allar brautir nema eina. Við eigum samt ekkert að gera ráð fyrir að tapa fyrir þeim, frekar á hinn veginn." Alonso hefur heimsótti stóran skemmtigarð sem Ferrari er búið að opna í Abu Dhabi og er tilkomumikill og í anda Ferrari að mati Alonso. "Á morgun munum við einbeita okkur fullkomlega að undirbúningi fyrir kappaksturinn. Við erum að fara í síðasta mótið á keppnistímabili sem hefur verið frábært, sama hvað gerist. Við ætlum að ljúka því á bestan mögulegan hátt og gefum allt í að ná því takmarki", sagði Alonso á ferrari.com.
Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira