Geir ritaði dómsmálaráðherra bréf Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. nóvember 2010 11:48 Geir Haarde er afar gagnrýninn á málsmeðferðina í landsdómsmálinu. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að dómsmálaráðuneytið veiti sér nánari upplýsingar um aðkomu saksóknara Alþingis að samningu frumvarps um breytingar á lögum um landsdóm. Í bréfi sem hann sendi ráðuneytinu í dag óskar hann eftir því að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið afhendi sér án tafar afrit allra fyrirliggjandi gagna um samskipti saksóknara Alþingis og ráðuneytisins við frumvarpsgerðina. „Jafnframt er þess óskað að ég fái upplýsingar um og afrit af öllum samskiptum ráðuneytisins við forseta landsdóms af sama tilefni," segir Geir í bréfi til ráðuneytisins. Þá hefur Geir jafnframt sent forseta landsdóms bréf þar sem hann mótmælir því harðlega að saksóknari Alþingis sé gerður að umsagnaraðila um kröfu sína um skipun verjanda. „Fyrir slíku er engin lagastoð og í lögum hvergi gert ráð fyrir atbeina saksóknara að þeirri skipun. Vegna þessa er það enn dregið á langinn að ástæðulausu að skipa mér verjanda lögum samkvæmt," segir Geir í bréfi sínu til forseta landsdóms. Í bréfinu til forseta landsdóms gagnrýnir hann líka aðkomu forseta dómsins af breytingum á lögum um landsdóms eftir að mál gegn sér var höfðað. „Að lágmarki hefði átt að upplýsa mig eða eftir atvikum skipaðan verjanda minn um fyrirætlanir forseta í þessu efni," segir Geir i bréfi til Ingibjargar Benediktsdóttur forseta landsdóms. Þá sendi Geir einnig bréf á saksóknara Alþingis þar sem hann fer fram á að saksóknarinn upplýsi sig um aðkomu saksóknara að samningu frumvarpsins um breytingar á lögum um landsdóm. Landsdómur Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að dómsmálaráðuneytið veiti sér nánari upplýsingar um aðkomu saksóknara Alþingis að samningu frumvarps um breytingar á lögum um landsdóm. Í bréfi sem hann sendi ráðuneytinu í dag óskar hann eftir því að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið afhendi sér án tafar afrit allra fyrirliggjandi gagna um samskipti saksóknara Alþingis og ráðuneytisins við frumvarpsgerðina. „Jafnframt er þess óskað að ég fái upplýsingar um og afrit af öllum samskiptum ráðuneytisins við forseta landsdóms af sama tilefni," segir Geir í bréfi til ráðuneytisins. Þá hefur Geir jafnframt sent forseta landsdóms bréf þar sem hann mótmælir því harðlega að saksóknari Alþingis sé gerður að umsagnaraðila um kröfu sína um skipun verjanda. „Fyrir slíku er engin lagastoð og í lögum hvergi gert ráð fyrir atbeina saksóknara að þeirri skipun. Vegna þessa er það enn dregið á langinn að ástæðulausu að skipa mér verjanda lögum samkvæmt," segir Geir í bréfi sínu til forseta landsdóms. Í bréfinu til forseta landsdóms gagnrýnir hann líka aðkomu forseta dómsins af breytingum á lögum um landsdóms eftir að mál gegn sér var höfðað. „Að lágmarki hefði átt að upplýsa mig eða eftir atvikum skipaðan verjanda minn um fyrirætlanir forseta í þessu efni," segir Geir i bréfi til Ingibjargar Benediktsdóttur forseta landsdóms. Þá sendi Geir einnig bréf á saksóknara Alþingis þar sem hann fer fram á að saksóknarinn upplýsi sig um aðkomu saksóknara að samningu frumvarpsins um breytingar á lögum um landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira