Webber: Svefnleysi skilaði árangri 8. maí 2010 14:13 Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton fagna árangrinum í dag. Mynd: Getty Images Lítil svefna aðstoðarmanna Mark Webber varð til þessa að hann náði besta tíma í tímatökum í Barcelona í dag. Webber sagði sína menn hafa unnið mikið í bílum hans og Sebastian Vettel tvær síðustu nætur og það hafi skilað árangri. "Það skilaði sér í góðum aksturstímum að bæði teymi liðsins hafa lítið sofið tvær síðustu nætur. Tímatakan var stórkostleg og Christian (Horner framkvæmdarstjóri Red Bull) sagði fyrir tímatökuna að ég fengi álíka bíl til að keyra þessa braut á næstunni og ég ætti að njóta þess. Sem og ég gerði", sagði Webber á blaðamannafundinum eftir keppnina samkvæmt frétt hjá autosport.com. Webber var ánægður með að vera á udan Vettel, liðsfélaga sínum. "Það er ánægjuleg samkeppni á milli okkar Seb og hann hefur náð frábærum árangri. Það var gott að slá honum við. Það sýnir að liðið er að vinna sem heild. Keppnin verður löng og ströng og ég er ánægður með bílinn hvað uppsetningu varðar fyrir kappaksturinn. Ég fæ engin stig í dag, en hlakka til morgundagsins", sagði Webber.Bein útsending frá kappakstrinum í Barcelona er á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lítil svefna aðstoðarmanna Mark Webber varð til þessa að hann náði besta tíma í tímatökum í Barcelona í dag. Webber sagði sína menn hafa unnið mikið í bílum hans og Sebastian Vettel tvær síðustu nætur og það hafi skilað árangri. "Það skilaði sér í góðum aksturstímum að bæði teymi liðsins hafa lítið sofið tvær síðustu nætur. Tímatakan var stórkostleg og Christian (Horner framkvæmdarstjóri Red Bull) sagði fyrir tímatökuna að ég fengi álíka bíl til að keyra þessa braut á næstunni og ég ætti að njóta þess. Sem og ég gerði", sagði Webber á blaðamannafundinum eftir keppnina samkvæmt frétt hjá autosport.com. Webber var ánægður með að vera á udan Vettel, liðsfélaga sínum. "Það er ánægjuleg samkeppni á milli okkar Seb og hann hefur náð frábærum árangri. Það var gott að slá honum við. Það sýnir að liðið er að vinna sem heild. Keppnin verður löng og ströng og ég er ánægður með bílinn hvað uppsetningu varðar fyrir kappaksturinn. Ég fæ engin stig í dag, en hlakka til morgundagsins", sagði Webber.Bein útsending frá kappakstrinum í Barcelona er á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag.
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira