Lífið

Frelsisbaráttu Tíbet á RIFF

Bandaríska heimildarmyndin When The Dragon Swallowed The Sun segir frá frelsisbaráttu Tíbet á síðustu árum.
Bandaríska heimildarmyndin When The Dragon Swallowed The Sun segir frá frelsisbaráttu Tíbet á síðustu árum.
36 kvikmyndir hafa verið tilkynntar til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem verður haldin 23. september til 3. október.

Á meðal áhugaverðra mynda er bandaríska heimildarmyndin When The Dragon Swallowed The Sun. Myndin segir frá frelsisbaráttu Tíbet á síðustu árum og varði leikstjórinn Dirk Simon sjö árum í gerð hennar. Töluverðar líkur eru á því að hann fylgi myndinni til Íslands og verði viðstaddur frumsýningu hennar. Í myndinni koma meðal annars fram leikarinn Richard Gere, Desmond Tutu og Dalai Lama. Þá leikur tónlistin stórt hlutverk í myndinni en þeir Thom Yorke, Damien Rice og Philip Glass voru fengnir til að semja hana. Einnig hljómar eitt laga Bjarkar Guðmundsdóttur í myndinni.

Önnur áhugaverð heimildarmynd á hátíðinni er hin bandaríska Which Way Home sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin fyrr á árinu. Myndin fylgir eftir börnum sem reyna í örvæntingu sinni að komast frá hinum ýmsu löndum Suður-Ameríku, í gegnum Mexíkó og til Bandaríkjanna, í þeirri von að finna foreldra sína sem þar búa. Einnig má geta þýsku gamanmyndarinnar Soul Kitchen sem á eflaust eftir að slá í gegn á RIFF líkt og hún gerði á hinni virtu kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem hún hlaut sérstök verðlaun dómnefndar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.