Innlent

Með kjöthamar og kökukefli

ísafjörður Verið var að flytja manninn í lögreglubíl á lögreglustöðina á Ísafirði þegar hann hótaði lögreglumönnum lífláti.
ísafjörður Verið var að flytja manninn í lögreglubíl á lögreglustöðina á Ísafirði þegar hann hótaði lögreglumönnum lífláti.

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 6. júní síðastliðins gerst brotlegur við vopnalög með því að bera kjöthamar og kökukefli sem vopn á almannafæri.

Þá er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa stuttu síðar, eftir handtöku, í lögreglubifreið á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðarbæjar, ítrekað hótað tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf, lífláti.

Enn fremur er maðurinn ákærður fyrir að hafa síðar um nóttina, á lögreglustöðinni Hafnarstræti 1, Ísafjarðarbæ, hótað sömu lögreglumönnum, sem voru við skyldustörf, lífláti.

Maðurinn játaði sök við þingfestingu málsins fyrr í vikunni. Það var dómtekið og verður dómur kveðinn upp innan fjögurra vikna frá þingfestingu.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×