Viðskipti erlent

Um 5000 störf munu skapast hjá McDonald's

Jón Hákon Halldórsson skrifar
McDonalds. Mynd/ AFP.
McDonalds. Mynd/ AFP.
Um 5000 störf á vegum McDonald's skyndibitakeðjunnar munu skapast í Bretlandi á þessu ári. Sala á McDonald's jókst um 11 prósent í fyrra. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Steve Easterbrook, framkvæmdastjóra McDonalds.

McDonalds rekur nú þegar hátt i 1200 sölustaði í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi og að opnunartími þeirra sölustaða sem þegar eru opnir verði lengdur.

McDonalds veitingastaðir voru reknir hér á landi þar til á síðasta ári að hætt var að nota McDonald's vörumerkið og Metro vörumerkið tekið upp í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×