Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á bómull rýkur upp

Heimsmarkaðsverð á bómull hefur rokið upp að undanförnu. Ástæðan fyrir þessu er ótti við uppskerubrest í Asíu sem hefur leitt til þess að fataframleiðendur keppast um að tryggja sér birgðir af bómull.

Verð á bómull hefur hækkað um 30% frá áramótum og er það komið yfir tvo dollara, eða 234 kr. á kílóið. Þetta er í annað sinn í sögunni sem bómull nær því verði en árið 1995 komst verðið í rúma tvo dollara.

Kína er stærsti framleiðandi og innflytjandi á bómull í heiminum en mikil flóð þar á árinu hafa farið illa með bómullarekrur landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×