Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna 26. febrúar 2010 11:50 Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.Það er blaðið Wall Street Journal (WSJ) sem upplýsir um málið í dag. Þar segir að nú sé farið að tala um meir og minna skipulagða árás á evruna frá þessum vogunarsjóðum og bönkum. Markmiðið er að koma evrunni niður í einn á móti dollara fyrir áramót en gengið stendur í 1,36 í dag.Samkvæmt WSJ var haldinn „hugmynda-fundur" í fjárfestingabanka á Manhattan þann 8. febrúar s.l. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru toppmenn frá SAC Capital og Soros Fund Management. Þar var rætt um takmarkið að koma gengi evrunna gangvart dollaranum í einn á móti einum.Fram kemur í WSJ að fari svo að þessir sjóðir og bankar fari að taka stórar skortstöður gegn evrunni sé nánast sjálfgefið að hún muni veikjast töluvert frá því sem nú er. Raunar virðist ballið þegar byrjað því dagana eftir 8. febrúar kom bylgja af sölutilboðum á evrunni á alþjóðamarkaði sem olli veikingu gjaldmiðilsins.Þá upplýsir WSJ að bankar á borð við Goldman Sachs, Merill Lynch og Barclays séu farnir að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérlega árásargjörn tilboð um veðmál gegn evrunni. Fyrir 70.000 dollara geturðu veðjað á að gengi evrunnar fari í einn á móti dollara fyrir áramót. Gerist það vinnur viðkomandi milljón dollara. Líklurnar eru sum sé 14-1. Í nóvember á síðasta ári voru líkurnar 33-1.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira