Button: Allt galopið í titilslagnum 5. október 2010 17:16 Jenson Button kann vel við sig í Japan. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011." Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu. "Ég hef varið svo miklum hluta af mínum Formúlu 1 ferli í Japan að ég lít nánast á þetta sem annan heimavöll minn. Tokyo er ein af bestu borgum heims og spennandi staður að uppgötva og skoða. Suzuka er fullkominn vettvangur fyrir japanska kappaksturinn, ein af betri brautum heims og verðugt verkefni fyrir hvaða kappakstursökumann sem er", sagði Button í frétt á f1.com. "Ég elska að upplifa Suzuka ævintýrið, ferðalagið þangað, skemmtigarðinn á leið á þjónustusvæði liðanna og ótrúlega trausta og vinalega japanska áhorfendur. Þeir eru mér hvatning og allt andrúmsloftið er alltaf þrungið spennu, af því mótið ræður alltaf miklu í titilslagnum." "Ég hef náð hagstæðum úrslitum á Suzuka, en hef þó aldrei unnið í Japan. Ég tel brautina henta mínum akstursstíl og málið snýst um að tapa sem minnstum hraða í beygjunum með því að aka af mýkt og nákvæmni. Ef maður gerir mistök, þá tekur tíma að ná taktinum aftur, brautin refsar." Button er neðstur þeirra fimm ökumanna sem er að keppa um titilinn. Hann er með 177 stig, en Mark Webber er efstur með 202. "Ég tel að meistaramótið sé galopið. Það má engin mistök gera og allir fimm efstu ökumennirnir geta stolið titlinum. Ég kann að vera í verri stöðu hvað stigin varðar, en ég get orðið meistari. Ég er jafn staðráðinn og áður að halda rásnúmeri eitt á mínum bíl 2011."
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira