Enski boltinn

Leonardo: Verðum helst að halda hreinu í fyrri leiknum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Leonardo ásamt David Beckham.
Leonardo ásamt David Beckham. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan gerir ráð fyrir erfiðum leikjum gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hann telur að ítalska félagið verði að gera allt til þess að halda marki sínu hreinu í fyrri leiknum á San Siro-leikvanginum annað kvöld.

Leonardo ætlast þó ekki til þess að leikmenn AC Milan verði í skotgröfunum í leiknum heldur finni rétt jafnvægi í leik sinn.

„Við vitum að United er með gríðarlega gott sóknarlið og við verðum því að kappkosta að spila góðan varnarleik. Við verðum helst að ná að halda markinu hreinu í fyrri leiknum. Ef það tekst þá eigum við góðan möguleika á að komast áfram.

En við megum ekki bara liggja til baka, við verðum að finna rétta jafnvægið á milli varnarleiks og sóknarleiks. Við höfum sýnt það á þessu tímabili að við getum spilað skemmtilegan fótbolta og náð einnig hagstæðum úrslitum og ég er sannfærður um að við getum það líka gegn United," sagði Leonardo á blaðamannafundi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×