Enski boltinn

Rooney: Vil hjálpa þeim ungu eins og Giggsy og Scholesy hjálpuðu mér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AP
Wayne Rooney hefur ekki aðeins skrifað undir fimm ára samning við Manchester United því hann talar nú um að það spila jafnlengi hjá félaginu eins og Ryan Giggs, Gary Neville og Paul Scholes. Rooney var á leiðinni frá Old Trafford í október en vinnur nú hörðum höndum að því að sanna tryggð sína við félagið á nýjan leik.

„Ég hef alltaf viljað vera hjá þessu félagi," sagði Wayne Rooney í viðtali við MUTV. „Ég hefði áhyggjur og sagði mína skoðun. Ég var samt mjög ánægður með að skrifa undir nýjan samning," sagði Rooney.

„Ég vil hjálpu ungu leikmönnunum hjá félaginu alveg eins og þeir Giggsy [Ryan Giggs], Gary Neville og Scholesy [Paul Scholes] hjálpuðu mér á sínum tíma," sagði Rooney.

Rooney verður í byrjunarliði Manchester United í Meistaradeildinni á móti Rangers í kvöld en þetta verður í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliði United síðan í 2-2 jafntefli á móti Bolton Wanderers 26. september síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×