Skuldabréfaútgáfa ManU orðin verulegt klúður 3. febrúar 2010 08:28 Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira