Viðskipti erlent

SAS skal greiða 3,5 milljarða fyrir iðnaðarnjósnir

Hæstiréttur Noregs hefur dæmt flugfélagið SAS til að greiða 175 milljónir danskra kr. eða um 3,5 miljarða kr. fyrir iðnaðarnjósnir. Það var flugfélagið Norwegian sem stefndi SAS í málinu.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að SAS hafi nýtt sér það að félagið hafði aðgang að farþegaupplýsingum Norwegian.

Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Noregs í apríl s.l. en áður hafði SAS fallist á að greiða Norwegian 4 milljónir danskra kr. í sekt vegna málsins.

Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að 160 milljónir danskra kr. væru hæfilegar skaðabætur en síðan bætist málskostnaður Norwegian upp á 14,7 milljónir danskra kr. við þá upphæð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×