Lífið

Sólin skein á drottninguna í hestvagninum | Myndir

Drottningin ók í hestvagni um götur Kaupmannahafnar og veifaði til þegna sinna, sem flykktust út á götu með danska fánann í hönd.
Drottningin ók í hestvagni um götur Kaupmannahafnar og veifaði til þegna sinna, sem flykktust út á götu með danska fánann í hönd.

Hátíðarhöld vegna sjötugsafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar hafa gengið eins og í sögu í dag. Danskir fjölmiðlar voru farnir að gæla við það að öskuskýin myndu rigna á drottninguna en þau létu hvergi á sér kræla.

Drottningin ók í hestvagni um götur Kaupmannahafnar og veifaði til þegna sinna, sem flykktust út á götu með danska fánann í hönd.

Haldin var athöfn í ráðhúsi Kaupmannahafnar og mættu drottningin og maður hennar, Henrik prins á svalirnar þar til að veifa fólkinu. Öll konungsfjölskyldan kom síðan seinna út á svalir á Amalienborg-höll í miklu stuði og hrópaði nífalt húrra.





Afmælisbarnið fékk blíðskapaveður fyrir ökutúrinn.
Danska konungsfjölskyldan veifar til þegna sinna af svölum Amalienborg-hallar. Mary krónprinsessa með Ísabellu prinsessu, Friðrik krónprins og litli prinsinn Kristján, Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik prins, Marie prinsessa heldur á ársgamla prinsinum Henrik, Jóakim prins stendur fyrir aftan og loks er Felix prins lengst til hægri.
Hestvagninn var hinn glæsilegasti og dagskráin gekk eins og í sögu.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×