Siðblindingjar raðast í stjórnunarstöður Karen Kjartansdóttir skrifar 3. febrúar 2010 18:45 Nanna Briem. Mynd/ Pjetur. Lítið regluverk og krafa um hraða og áhættusækni líkt og verið hefur í fyrirtækjum hér á landi auka líkur á að siðblindingar raðist í áhrifastöður hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Nönnu Briem geðlæknis. Siðblint fólk er fullkomlega ófært um að setja sig í spor annarra. Margri þeirra lenda í fangelsi en þeir klárari geta þróað með sér mikla persónutöfra sem fleyta þeim langt. Gera má ráð fyrir því að hér á landi séu 1500 til 3000 manns með alvarlega siðblindu séu tölur frá Bandaríkjunum heimfærðar hingað. Í því fyrirtækjaumhverfi sem þróast hefur síðustu ár, það er að segja þar sem regluverk er lítið og krafa er um áhættusækni og skjótar, jafnvel harðsvíraðar, ákvarðanir hefur siðblindu fólki orðið vel ágengt. Rannsóknir sýna að töluvert fleiri siðblindir finnast í stjórnunarstörfum fyrirtækja en annars staðar í samfélaginu. Nanna Briem geðlæknir telur að hluti af ástæðum fyrir þessu sé sú að siðblindu sé stundum ruglað saman við leiðtogahæfileika. Hún sagði þeir sem hafi rannsakað þetta hvað mest segi þörf á því að skima betur eftir siðblindu við ráðningar. Margir séu sendir í persónuleikapróf til kanna hæfileika þeirra til að gegna mikilvægum störfum til að mynda lögreglumenn en slíkt sé ekki gert þegar fólk höndli með milljaðra. Aukin þekking á einkennunum siðblindu hefði mátt koma í veg fyrir mikinn skaða á fyrirtækjum til dæmis Enron-hneykslið. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira
Lítið regluverk og krafa um hraða og áhættusækni líkt og verið hefur í fyrirtækjum hér á landi auka líkur á að siðblindingar raðist í áhrifastöður hér á landi. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Nönnu Briem geðlæknis. Siðblint fólk er fullkomlega ófært um að setja sig í spor annarra. Margri þeirra lenda í fangelsi en þeir klárari geta þróað með sér mikla persónutöfra sem fleyta þeim langt. Gera má ráð fyrir því að hér á landi séu 1500 til 3000 manns með alvarlega siðblindu séu tölur frá Bandaríkjunum heimfærðar hingað. Í því fyrirtækjaumhverfi sem þróast hefur síðustu ár, það er að segja þar sem regluverk er lítið og krafa er um áhættusækni og skjótar, jafnvel harðsvíraðar, ákvarðanir hefur siðblindu fólki orðið vel ágengt. Rannsóknir sýna að töluvert fleiri siðblindir finnast í stjórnunarstörfum fyrirtækja en annars staðar í samfélaginu. Nanna Briem geðlæknir telur að hluti af ástæðum fyrir þessu sé sú að siðblindu sé stundum ruglað saman við leiðtogahæfileika. Hún sagði þeir sem hafi rannsakað þetta hvað mest segi þörf á því að skima betur eftir siðblindu við ráðningar. Margir séu sendir í persónuleikapróf til kanna hæfileika þeirra til að gegna mikilvægum störfum til að mynda lögreglumenn en slíkt sé ekki gert þegar fólk höndli með milljaðra. Aukin þekking á einkennunum siðblindu hefði mátt koma í veg fyrir mikinn skaða á fyrirtækjum til dæmis Enron-hneykslið.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira