Ísland og ESB munu helst deila um fisk 7. október 2010 05:30 Úr þjóðmenningarhúsi Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands.fréttablaðið/GVA Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Fulltrúar Íslands og ESB telja að einna erfiðast verði að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál í aðildarviðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildarviðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþingmaður minnti á ályktun Evrópuþingsins þar sem segir að Íslendingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að sjávarútvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveiðar til umhverfismála, eins og fulltrúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýtingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknarferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sérlausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira