Lífið

Erpur og Dikta rokka Nasa á nýárskvöld

Blaz Roca, Dikta og Cliff Clavin verða með tónleika og heljarinnar nýársfagnað á Nasa á laugardaginn

Tónlistarmennirnir verða án efa í miklu stuði enda hefur árið verið mjög viðburðaríkt hjá þeim öllum.

Dikta átti mikilli velgengni að fanga með plötunni sinni Get It Together sem kom út fyrir ári. Átti meðal annars mest spilaða lag ársins í útvarpi, smellinn Thank You, sem flestir Íslendingar geta nú sungið með fullum hálsi.

Blaz Roca gaf út sína fyrstu sólóplötu, KópaCabana, og átti nokkra þrumusmelli á árinu. Hann ætlar að renna í öll sín þekktustu lög þetta kvöld.

Þá gaf Cliff Clavin út plötuna The Thief's Manual en sveitin er talin ein af efnilegustu rokksveitum ársins.

Miðasala er á midi.is og í verslunum Levi's í Smáralind og Kringlunni.

Þetta verða síðustu tónleikar Diktu á Íslandi í einhvern tíma. Sveitin hyggur á spilerí erlendis á næstu mánuðum. Hún kemur fram á tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi í janúar. Get It Together er að koma út í Þýskalandi og spilar sveitin einnig á nokkrum tónleikum þar til að fylgja eftir útgáfunni. Þá munu aðdáendur Diktu eflaust kætast yfir þeim fregnum að sveitin er að huga að efni á nýja plötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.