Enski boltinn

Bolton Wanderers og Burnley búin að semja um bætur fyrir Coyle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Owen Coyle, stjóri Burnley og væntanlegur stjóri Bolton.
Owen Coyle, stjóri Burnley og væntanlegur stjóri Bolton. Mynd/AFP
Bolton Wanderers og Burnley sömdu í kvöld um bætur fyrir Owen Coyle verður væntanlega kynntur í kvöld sem nýr stjóri Bolton-liðsins. Barry Kilby, stjórnarformaður Burnley ætlar samt að hitta Coyle í kvöld og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Burnley.

Samkvæmt heimildum Sky Sports News mun Burnley fá meira en þrjár milljónir punda í bætur fyrir að missa stjórann sinn sem hefur komið félaginu í hóp þeirra bestu.

Bolton rak á dögunum Gary Megson en liðið er sem stendur í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Bolton situr í 18. sæti með 17 stig og er fjórum sætum neðar en núverandi lærisveinar Owen Coyle í Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×