Lífið

Bjartmar leikur spilltan yfirlækni

Bjartmar er um þessar mundir í upptökum á nýrri kvikmynd þar sem hann leikur spilltan lækni.
Fréttablaðið/Stefán
Bjartmar er um þessar mundir í upptökum á nýrri kvikmynd þar sem hann leikur spilltan lækni. Fréttablaðið/Stefán

„Þetta er einstaklega skemmtilegt handrit. Ég leik spilltan yfirlækni á spítalanum í bænum. Í samstarfi við konu í bæjarstjórn vill hann rífa leikhúsið niður og byggja lúxus sjúkrahótel. Þeir sem starfa með leikfélaginu eru ekki sáttir við það plan. Þar af leiðandi verður mikið drama, gleði og glens," segir Bjartmar Þórðarson leikari.

Hrunið hefur farið illa með kvikmyndabransann en fólk er engu að síður ennþá að framleiða kvikmyndir. Bjartmar er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir tökur á kvikmyndinni L7 - Hrafnar, Sóleyjar og Myrra sem byrja seinna í sumar. Þetta er fjölskyldusaga og fjallar hún um unga stelpu úr Hafnarfirði, sem hefur nýlega misst föður sinn. Í kjölfarið leitar hún sáluhjálpar í starfi með leikfélagi bæjarins. Hún flýr erfiðar aðstæður heimilisins með því að fara að vinna með miðaldra og gömlu fólki í leikfélaginu.

Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson eru bæði handritshöfundar og leikstjórar sögunnar. „Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að þetta handrit verður bæði bíómyndarhandrit og skáldsaga," segir Bjartmar, sem hefur í nægu að snúast í sumar. - ls








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.