Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna 28. nóvember 2010 15:40 Fllipe Albuqeerque var ánægður með sigurinn í kappakstursmóti meistaranna í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira