Viðskipti innlent

Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, en áður gegndi hann starfi yfirlögfræðings ráðsins. Fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri, Frosti Ólafsson, hverfur nú til náms erlendis en hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2006, fyrst sem hagfræðingur ráðsins, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptaráðs.

Haraldur er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá byrjun árs 2007, en þar áður hjá bæði Landsbankanum og Sparisjóði Kópavogs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×