Áfellisdómur Ríkisendurskoðunar 3. september 2010 06:00 Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nýlokið gerð skýrslu fyrir Alþingi um þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Niðurstöður eru áfellisdómur yfir Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðuneyti. Fram koma alvarlegar athugasemdir við stjórnun og skipulag málaflokksins. Heildarstefnu í málaflokknum skorti. Þá kemur fram að fjárveitingar til þjónustu eru ekki byggðar á mati á þjónustuþörf þrátt fyrir að lög kveði á um að svo skuli vera. Ekki sé fylgst með gæðum þjónustunnar né tryggt að jafnræðis sé gætt milli þjónustuþega. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að eftirlit með þjónustu við fatlaða sé óviðunandi. Gagngerar breytingar verði að gera á núverandi eftirlitskerfi til að tryggja hagsmuni notenda. Ríkisendurskoðun telur einnig alls kostar ótækt að engar reglur séu til um hámarksbiðtíma eftir lögbundinni þjónustu. Landssamtökin Þroskahjálp hafa í áratugi barist fyrir hagsmunum fatlaðs fólks á Íslandi. Samtökin hafa kallað eftir því að samþykkt verði heildarstefna í þjónustu við fatlað fólk hér á landi en skort hefur á pólitískan vilja til slíks. Félags- og tryggingamálaráðuneytið telur sig, skv. umræddri skýrslu, vinna skv. þeim drögum að stefnumótun sem lögð voru fram 2006 en raunveruleikinn er annar þegar kemur að veigamiklum þáttum eins og þjónustu við fatlaða fólk á heimilum sínum. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þroskahjálp hefur í fleiri ár bent á þá lögleysu að umsækjendur um þjónustu fá engin svör um hvenær þeir geti vænst þess að lögbundin aðstoð standi til boða. Margendurtekið hefur verið bent á að fjárveitingar séu ekki byggðar á þjónustuþörf. Ekki hefur verið til staðar vilji valdhafa til að tryggja nægilegt fjármagn til þjónustunnar þrátt fyrir að hér sé um að ræða grunnþjónustu við fólk sem háð er aðstoð samfélagsins til að geta lifað eðlilegu lífi. Brotin hafa verið lög á fötluðu fólki með fullri vitund Alþingis og Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá hafa samtökin margoft komið á framfæri við stjórnvöld skoðunum sínum á nauðsyn þess að endurskoða núverandi réttindagæslukerfi og eftirlit með þjónustu. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar í því máli er afdráttarlaus; núverandi staða er óviðunandi. Ekki verður öllu fastar að orði kveðið. Áratugur er síðan Þroskahjálp lagði fram tillögur að úrbótum varðandi réttindagæslu fatlaðs fólks. Nefnd til að endurskoða réttindagæslu fatlaðs fólks var loks sett á laggirnar og skilaði ítarlegum tillögum og drögum að nýju frumvarpi til laga um réttindagæslu í mars 2009. Frá þeim tíma hafa tillögurnar legið hjá ráðherra, enn bólar ekki á viðbrögðum til úrbóta. Benda má á að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að réttindi skuli vera tryggð með öruggum hætti. Ísland hefur skrifað undir samninginn og ber að virða hann. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus í gagnrýni á stjórnun og skipulag þjónustu við fatlaða. Stofnunin leggur fram nokkar ábendingar til úrbóta. Landssamtökin Þroskahjálp geta tekið undir þær ábendingar. Samtökin leggja áherslu á að nú þegar verði farið í eftirfarandi úrbætur: 1. Lagt verði fram frumvarp til úrbóta í réttindagæslu fatlaðs fólks og eftirlit með þjónustu bætt. Slíkt frumvarp liggur á borði Félags- og tryggingaráðherra og því má leggja það fram nú á haustþingi. 2. Lögð verði fram raunsæ áætlun um uppbyggingu búsetuþjónustu við fatlað fólk til að útrýma biðlistum. Brýnt er að Alþingi axli ábyrgð á núverandi ástandi og tryggi nauðsynlegar fjárveitingar þannig að farið verði að lögum og einstaklingum tryggð sú þjónusta sem nauðsynleg er til að lifa eðlilegu lífi. 3. Endurskoðun reglugerðar um búsetuþjónustu fatlaðs fólks verði lokið hið fyrsta og þar sett ákvæði er tryggi gæði þjónustu og hámarksbiðtíma til framtíðar. 4. Mótuð verði heildarstefna í þjónustu við fatlaða á Íslandi. 5. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur og lögfestur á Íslandi. Þannig fái mannréttindi fatlaðs fólks aukið vægi í íslensku samfélagi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar felur í sér alvarlegan boðskap um það hvernig íslensk stjórnvöld hafa staðið sig gagnvart þjónustu við fatlað fólk. Hún kallar á að stjórnvöld axli ábyrgð sína og bregðist við með úrbótum. Ekki verður unað við óbreytt ástand. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og Félags- og tryggingamálaráðherra að bregðast ekki þeirri skyldu sinni að tryggja fötluðu fólki tækifæri til að lifa fullgildu lífi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar