Viðskipti erlent

Boeing gerir 430 milljarða samning við Rússa

Bandaríski flugvélarisinn Boeing hefur gert samning upp á 3,7 milljarða dollara, eða um 430 milljarða kr., við rússneska ríkisfyrirtækið Russian Technologies. Um er að ræða sölu á 50 Boeing 737 vélum sem Russian Technologies leigir síðan til Aeroflot flugfélagsins.

Í frétt um málið á BBC segir að þar að auki hafi Russian Technologies tryggt sér kauprétt á 35 af þessum vélum til viðbótar en stjórn félagsins mun endurskoða samninginn í næsta mánuði.

Jim Albaugh forstjóri Boeing segir að val Russian Technologies á Boeing vélunum sé enn eitt skrefið í langtímasamstarfi þeirra við Rússana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×