Tónlist

Benni Hemm Hemm frumsýnir í Bandaríkjunum

Nýtt tónlistarmyndband hljómsveitarinnar við lagið Retaliate var frumsýnt í Bandaríkjunum þar sem smáskífan kom út á þriðjudag.
Nýtt tónlistarmyndband hljómsveitarinnar við lagið Retaliate var frumsýnt í Bandaríkjunum þar sem smáskífan kom út á þriðjudag.

Nýtt tónlistarmyndband við lag Benna Hemm Hemm, Retaliate, var frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Spinner á dögunum. Lagið er á nýútkominni stuttskífu Benna og var myndbandið unnið af Skotunum Michael Kirkham og Vivien McDermid. Skífan kom út í Bandaríkjunum á þriðjudaginn og er myndbandinu ætlað að kynna hana.

Benni Hemm Hemm lauk nýverið mánaðar tónleikaferðalagi um Evrópu. Hljómsveitin var síbreytileg allan þann tíma og taldi frá þremur meðlimum upp í 40 manna stórsveit. Á tónlistarhátíðinni Motel Mzaique í Hollandi var til að mynda fenginn 25 manna kór úr hópi íslenskra tónlistarnema þar í landi til liðs við sveitina.

Hér má sjá myndbandið við Retaliate á Vimeo-síðu Kimi Records en Spinner leyfir bara Bandaríkjamönnum að horfa hjá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×