Körfubolti

Hittni Pavels og Berkis hefur ráðið miklu í leikjum KR og Snæfells

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij sækir hér að Snæfellingnum Martins Berkis.
Pavel Ermolinskij sækir hér að Snæfellingnum Martins Berkis. Mynd/Daníel

Snæfell og KR hafa mæst fjórum sinnum á stuttum tíma, í lokaumferð deildarkeppninnar og svo þrisvar sinnum í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppninni.

Liðin mætast enn á ný í Stykkishólmi í kvöld þar sem Snæfell getur slegið út Íslandsmeistarana og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Það vekur furðu að útiliðið hefur unnið alla þessa fjóra leiki og haldi sú þróun áfram þá ættu KR-ingar að tryggja sér oddaleik í Hólminum í kvöld.

Það er ekki aðeins fylgni á milli útiliðanna í þessum fjórum leikjum heldur virðist hittni tveggja manna hafa mikil áhrif á útkomu leikjanna.

KR-ingurinn Pavel Ermolinskij hefur nefnilega hitt úr 54 prósent skota sinna í sigurleikjunum en aðeins 30 prósent skot sinna í tapleikjunum. Snæfellingurinn Martins Berkis hefur hitt úr 71 prósent skota sinna í sigurleikjunum en aðeins 33 prósent skot sinna í tapleikjunum



- Sigurleikir KR á Snæfelli á síðustu fjórum vikum -

Pavel Ermolinskij

Stig í leik 20,5

Skotnýting 53,8% (14 af 26)

3ja stiga skotnýting 62,5% (5 af 8)

Martins Berkis

Stig í leik 4,5

Skotnýting 33,3% (3 af 9)

3ja stiga skotnýting 37,5% (3 af 8)

- Sigurleikir Snæfells á KR á síðustu fjórum vikum -

Pavel Ermolinskij

Stig í leik 8,0

Skotnýting 30% (6 af 20)

3ja stiga skotnýting 0% (0 af 2)

Martins Berkis

Stig í leik 18,0

Skotnýting 70,6% (12 af 17)

3ja stiga skotnýting 71,4% (10 af 14)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×