200 milljarða tilboði í Iceland var hafnað 7. október 2010 00:01 Macolm Walker Stofnandi og forstjóri bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods bauð 200 milljarða króna í fyrirtækið fyrir um fjórum mánuðum. Skilanefnd Landsbankans, sem á tæplega 70 prósenta hlut, leit ekki við því. Fréttablaðið/Hafliði Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins. Walker og stjórnendur Iceland Foods eiga 21 prósent í fyrirtækinu en skilanefnd Glitnis tíu prósent. Ekki liggur fyrir hvort um formlegt eða óformlegt tilboð var að ræða. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, kannast ekki við að tilboð hafi borist frá Walker. „Þetta er sterkt og gott félag og eðlilegt að menn sýni því áhuga," segir hann. Skilanefndin stefni á að selja fyrirtækið þegar forsendur eru til þess og viðunandi tilboð berist. Malcolm Walker stofnaði Iceland Foods árið 1970. Fyrirtækið var fært undir móðurfélagið Big Food Group um síðustu aldamót og var Walker látinn taka pokann sinn. Baugur Group og Fons keyptu félagið árið 2005 ásamt öðrum fjárfestum og gömlu bönkunum. Samstæðunni var skipt upp og Walker ráðinn til Iceland á ný. Viðsnúningur Walkers á rekstri verslunarinnar þykir með eindæmum enda hefur hún malað gull í efnahagsþrengingunum í Bretlandi. Rekstrarhagnaður nam 135,4 milljónum punda, jafnvirði 25,6 milljarða króna, í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Þá námu arðgreiðslur til fyrri eigenda 39 milljörðum króna fyrir þremur árum og var það stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar. Arður var ekki greiddur í fyrra. Þess í stað voru áhvílandi skuldir greiddar upp. Walker sagði, í samtali við breska fjölmiðla fyrr á árinu, verslunina líklega verðmætustu eign Íslendinga. Viðmælendur Fréttablaðsins eru tvíbentir í afstöðu sinni til tilboðsins. Erfitt sé að verðmeta bresk fyrirtæki nú um stundir og því óvíst hvort einn milljarður punda sé viðunandi fyrir gullnámu á borð við Iceland Foods. Þá kunni eignaverð í Bretlandi að hækka í kringum Ólympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum eftir tvö ár. Á móti geti verið hagstætt fyrir skilanefndnina að losa sem fyrst um stórar eignir á borð við Iceland Foods, styrkja lausafjárstöðuna og greiða upp í kröfur, svo sem Icesave-skuldina. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn milljarð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfestum heimildum Fréttablaðsins. Walker og stjórnendur Iceland Foods eiga 21 prósent í fyrirtækinu en skilanefnd Glitnis tíu prósent. Ekki liggur fyrir hvort um formlegt eða óformlegt tilboð var að ræða. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, kannast ekki við að tilboð hafi borist frá Walker. „Þetta er sterkt og gott félag og eðlilegt að menn sýni því áhuga," segir hann. Skilanefndin stefni á að selja fyrirtækið þegar forsendur eru til þess og viðunandi tilboð berist. Malcolm Walker stofnaði Iceland Foods árið 1970. Fyrirtækið var fært undir móðurfélagið Big Food Group um síðustu aldamót og var Walker látinn taka pokann sinn. Baugur Group og Fons keyptu félagið árið 2005 ásamt öðrum fjárfestum og gömlu bönkunum. Samstæðunni var skipt upp og Walker ráðinn til Iceland á ný. Viðsnúningur Walkers á rekstri verslunarinnar þykir með eindæmum enda hefur hún malað gull í efnahagsþrengingunum í Bretlandi. Rekstrarhagnaður nam 135,4 milljónum punda, jafnvirði 25,6 milljarða króna, í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Þá námu arðgreiðslur til fyrri eigenda 39 milljörðum króna fyrir þremur árum og var það stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar. Arður var ekki greiddur í fyrra. Þess í stað voru áhvílandi skuldir greiddar upp. Walker sagði, í samtali við breska fjölmiðla fyrr á árinu, verslunina líklega verðmætustu eign Íslendinga. Viðmælendur Fréttablaðsins eru tvíbentir í afstöðu sinni til tilboðsins. Erfitt sé að verðmeta bresk fyrirtæki nú um stundir og því óvíst hvort einn milljarður punda sé viðunandi fyrir gullnámu á borð við Iceland Foods. Þá kunni eignaverð í Bretlandi að hækka í kringum Ólympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum eftir tvö ár. Á móti geti verið hagstætt fyrir skilanefndnina að losa sem fyrst um stórar eignir á borð við Iceland Foods, styrkja lausafjárstöðuna og greiða upp í kröfur, svo sem Icesave-skuldina. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira