Viðskipti erlent

Yfir 100 bankar fallnir í Bandaríkjunum

Það sem af er árinu hafa 101 banki í Bandaríkjunum orðið gjaldþrota. Þetta er töluvert meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra.

Fjallað er um málið á CNN Money. Þar segir að síðasti bankinn sem féll í ár hafi verið Commmunity Security Bank í Minnesota.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins í fyrra urðu 57 bankar í Bandaríkjunum gjaldþrota og á árinu í heild urðu 140 bankar gjaldþrota. Reiknað er með að sá fjöldi verði töluvert meiri á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×