Viðskipti innlent

HS Orka stórtapar

HS Orka tapaði tæplega tveimur milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Á sama tíma á síðasta ári skilaði HS Orka 612 milljóna króna hagnaði.

Meðal ástæðna fyhrir tapinu nú, og eru tíundaðar á heimasíðu fyrirtæksins, er talsverð lækkun á álverði í og þar með hafi framtíðarvirði álsölusamninga lækkað um rétt rúma fjóra milljarða á tímabilinu.

Þá hefur gengi krónunnar einnig haft áhrif. Hækkun krónunnar hefur valdið gengishagnaði sem nemur tæplega 600 milljónum króna samanborið við tæplegan milljarð á sama tíma á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×