Enski boltinn

City sleppir þremur reynsluboltum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Petrov fagnar marki.
Petrov fagnar marki. GettyImages
Manchester City ætlar að umturna leikmannahópi sínum að nokkru leiti í sumar og hefur þegar hafið sumarhreingerninguna.

Þrír leikmenn fengu að vita það í dag að þeir fá samning sinn ekki endurnýjaðan. Það eru Martin Petrov, Sylvinho og Benjani.

Búlgarinn Petrov er 31 árs en hann var keyptur af Sven Göran Eriksson árið 2007. Hann var mikið meiddur en spilaði 57 leiki og skoraði fimmtán mörk.

Brasilíumaðurinn Sylvinho er 35 ára og byrjaði aðeins níu leiki á síðasta tímabili. Benjani er 31 árs og skoraði meðal annars sigurmarkið í fyrsta leik sínum fyrir félagið árið 2008. Hann var lánaður til Sunderland á síðari hluta síðustu leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×