Lífið

Rúnar Freyr kynnir Grímuna

Rúnar Freyr er vanur maður og mun án efa brillera á Grímunni.
Rúnar Freyr er vanur maður og mun án efa brillera á Grímunni.

Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið falið það hlutverk að vera kynnir Grímunnar.

Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 á miðvikudag í næstu viku, þann 16. júní klukkan 20.10. Einkalíf Rúnars komst óvænt á forsíðu hjá Séð & heyrt þar sem greint var frá því að hann og Selma Björnsdóttir væru skilin.

Grímuverðlaunin fengu óvart mikla athygli eftir að Jón Atli Jónasson lýsti því yfir að hann hygðist ekki taka við tilnefningum sökum þess að verndari hátíðarinnar væri forseti Íslands. -fgg


Tengdar fréttir

Leikhúsheimur nötrar eftir forsetagjörning Jóns Atla

Benedikt Erlingsson segir það verra en að klæða listamann úr nærbrókunum að taka verðlaun af honum. Jón Atli Jónasson neitar að taka við Grímutilnefningum vegna þess að forseti Íslands er verndari verðlaunanna.

Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna

Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni.

Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímunnar

Tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2010 voru opinberaðar við formlega athöfn í Þjóðleikhúskjallaranum síðdegis í dag. Borgarleikhúsið hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, alls 34. Þetta eru fleiri tilnefningar en leikhús hefur nokkru sinni hlotið í sögu Grímunnar á einu ári.

Lestur skýrslunnar gæti fengið Grímuna

Almenningur getur nú kosið um hvaða sýning fær áhorfendaverðlaunin á Grímuverðlaununum en lestur Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur þar til greina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.