Enski boltinn

Laun í ensku úrvalsdeildinni hækka um 11 prósent

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Adebayor og félagar fá há laun hjá City og sprengja skalann.
Adebayor og félagar fá há laun hjá City og sprengja skalann. GettyImages
Félög í ensku úrvalsdeildinni eyða 67% af veltu sinni í laun til aðalleikmanna sinna. Launin hafa hækkað um 11% á einu ári.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Deloitte um fjármál í fótboltanum.

"Þetta er eitthvað sem ástæða er til að hafa áhyggjur af," sagði framvæmdastjóri Deloitte um launahækkunina. Með nýjum reglum UEFA sem verða innleiddar árið 2012 verður félögum skylt að eyða aðeins þeim peningum sem það aflar.

Skýrslan sýnir að mest hafa launin hækkað hjá félögunum þrettán sem eru ekki í hópi svokölluðu "stóru 4 félaganna," Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal sem og félaganna sem komu upp úr 1. deildinni.

Ætla má að Manchester City eigi ansi stóra prósentu í launahækkuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×