Borgarbúar refsa hrunflokkunum 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj / Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj /
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira