Orkuveitan aftengdi neysluvatn fjölskyldu 2. október 2010 06:00 Ingibjörg Þorgilsdóttir og Jón Jóhann Jónsson Vetur nálgast og hjónin í Perluhvammi og sonur þeirra hafa ekkert neysluvatn í skúrnum sem þau búa nú tímabundið í. Bera þarf vatn úr Leirvogsá í fötum inn í hús. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
„Nú náum við í vatn eitt hundrað metra leið niður í Leirvogsá," segir Ingibjörg Þorgilsdóttir í Perluhvammi í landi Fitja, þar sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur aftengdu kaldavatnslögn inn á land þeirra á fimmtudag. Ingibjörg og eiginmaður hennar, Jón Jóhann Jónsson, keyptu Perluhvamm á Álfsnesi á árinu 1992. Hún segir fyrrverandi eiganda hafa lagt til sín kaldavatnsæð frá aðallögn á eigin kostnað samkvæmt samkomulagi við þáverandi Kjalarneshrepp. Fyrir fjórum árum hafi starfsmenn Orkuveitunnar uppgötvað kaldavatnskrana á landinu. Hjónin og tólf ára sonur búi nú í vinnuskúr tímabundið og þangað inn hafi þau tengt kalda vatnið í sumar. „Þeir urðu alveg brjálaðir. Þeir segja að við höfum stolið lögninni og hafa beitt okkur miklu ofríki og hótunum," segir Ingibjörg um viðbrögð Orkuveitunnar. Til dæmis hafi ekki, fyrr en Jón náði fundi nýs forstjóra, tekist að aðskilja deiluna um kaldavatnslögnina og umsókn þeirra um að fá tengt heitt vatn að húsinu. Orkuveitan segir kaldavatnslögnina áður hafa verið komna úr notkun og vill gera á henni úttekt. Fyrir það eiga hjónin að greiða rúmar 132 þúsund krónur. Hinn möguleikinn sé að fyrirtækið leggi nýja lögn að húsinu. Þess má geta að gjald fyrir sjálfa notkunina á köldu vatni er innheimt með fasteignagjöldum. Ingibjörg segir þau hjón hvorki telja nauðsyn á úttekt á gömlu lögninni né nýrri lögn. Vegna óbilgirni Orkuveitunnar hafi hlaupið kergja í málið. Þess vegna hafi þau ekki viljað vísa starfsmönnum OR á það hvar lögnin að húsi þeirra liggur. Þeir hafi mætt á fimmtudaginn fyrir utan land þeirra og byrjað að grafa. Sjálf hafi þau kallað til lögreglu að taka skýrslu. „Fagnaðarópin í vinnuflokknum þegar þeir fundu lögnina heyrðust hér um alla sveitina. Síðan aftengdu þeir okkur bara. Nú getum við ekki þvegið okkur eða sturtað niður án þess að fara með fötu niður í ána. Og ekki drekkum við vatnið úr ánni, svo ég þarf að fara niður í Olís eftir drykkjarvatni," segir Ingibjörg. Í ágúst varaði Orkuveitan Jón við að sæktu þau ekki formlega um kaldavatnslögn myndi heimæðinni verða lokað. „Kostnaður við aðgerðina verður innheimtur hjá þér," sagði í bréfi fyrirtækisins til Jóns. Varað var við að kostnaðurinn gæti numið margföldu áðurnefndu tengigjaldi. „Þú getur lágmarkað þennan kostnað með því að veita Orkuveitunni greinargóðar upplýsingar um legu heimæðarinnar," sagði þó í bréfi OR en þessa leið völdu hjónin ekki eins og fyrr segir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“