Skýra þarf betur lög um félagagjöldin 21. október 2010 04:00 Elías blöndal Lögfræðingur Bændasamtakanna segir ólíklegt að dómur Hæstaréttar um félagagjöld hafi áhrif á búnaðargjald bænda. Skýra þurfi lög um gjaldið betur. Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta búnaðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnaðargjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábátaeigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum samkvæmt til búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opinbera. Umboðsmaður Alþingis skoðaði réttmæti félagagjalda smábátaeigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sambærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta búnaðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnaðargjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábátaeigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum samkvæmt til búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opinbera. Umboðsmaður Alþingis skoðaði réttmæti félagagjalda smábátaeigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sambærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira