Innlent

Ísland í hvað minnstri hættu vegna loftslagsbreytinga

Ísland er í hópi þeirra fimm þjóða sem taldar eru í hvað minnstri hættu á að fara illa út úr breytingum á veðurfari heimsins í kjölfar hlýnunar jarðar vegna gróðuhúsalofttegunda.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt breska ráðgjafarfyrirtækisins Maplecroft. Þær þjóðir sem eru taldar í mestri hættu vegna hlýnunar jarðar eru Indland og Bagladesh.

Fram kemur að nokkur stór hagkerfi í Asíu eru meðal þeirra sem eru í mestri hættu hvað veðurfarsbreytingar varðar á næstu 30 árum sem og stórir hlutar af Afríku.

Noregur er það land sem er í minnstri hættu sem og raunar öll Norðurlöndin. Næst á eftir Noregi er Finnland, síðan Ísland, Írland, Svíþjóð og Danmörku. Raunar kemur fram í úttekt Maplecroft að Ísland og Norðurlöndin muni hagnast á hlýnun jarðar, einkum hvað varðar kornrækt þar sem hlýnunun gerir þeim kleyft að rækt korn sitt lengur á hverju ári.

Í úttektinn var tekið tillit til þátta eins og þurrka, flóða, aurskriða, veikleika vegna fátæktar í viðkomandi landi, íbúafjölda og hæfileika til að aðlaga sig að nýjum aðstæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×