Viðskipti innlent

Bjarni Ármanns: Átti ekki íbúðina í Noregi

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. Mynd/Arnþór Birkisson
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segist ekki hafa átt íbúð í Noregi sem hann dvaldi í meðan hann var bankastjóri. Þá segir hann að kostnaður sem bankinn greiddi vegna dvalar hans hafi verið hluti af rekstrarkostnaði bankans, enda var íbúðin eign bankans.

Að því er fram kom í frétt DV á miðvikudaginn síðastliðinn lét Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis banka, bankann greiða fyrir nánast allt sem tengdist veru hans í íbúð í Osló sem hann nýtti sér meðan hann dvaldist í Noregi vegna starfa sinna fyrir bankann þangað til hann hætti í apríl 2007. Samtals er um að ræða reikninga upp á fleiri milljónir króna. Fram kom að Glitnir hefði greitt hreingerningar, listaverkatryggingar, innanstokksmuni, veitingahúsareikninga og fleira. Allt var þetta sent Glitni banka, sem greiddi fyrir.

Bjarni Ármannsson sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að Glitnir banki hafi átt þessa íbúð í Osló og hún hafi aldrei verið í sinni eigu. Kostnaður vegna listaverkatrygginga, sem hann hafi reyndar ekki vitað af, hafi væntanlega verið vegna trygginga á málverkum í eigu bankans, en allir innanstokksmunir ásamt íbúðinni sjálfri hafi verið eign bankans. Bjarni sagði að útgjöld Glitnis banka vegna íbúðarinnar hafi því verið eðlilegur rekstrarkostnaður, en ekki einkaneysla sín, enda hafi Bjarni sjálfur aldrei átt íbúðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×