Ungir sjálfstæðismenn verðlauna Brynjar Níelsson og InDefence 27. ágúst 2010 10:55 Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, hlýtur verðlaunin í ár ásamt forsvarsmönnum InDefence-hópsins. Mynd/GVA Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmanni og formanni Lögmannafélagsins, og InDefence hópnum svonefnd Frelsisverðlaun sambandins í ár. Verðlaunin fær Brynjar fyrir að vera ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði, líkt og það er orðað í tilkynningu SUS. Um InDefence segir að samtökin eigi hvað mestan heiður skilið fyrir að hindra að gengið yrði að kröfum Breta og Hollendinga Icesave málinu. „InDefence eru þau samtök sem á hvað mestan heiður eiga skilið fyrir að hindra að gengið yrði að ólögmætum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga gegn þjóðinni í Icesave málinu. Ef ekki hefði verið fyrir InDefence, hefði andstaðan við málið líklega ekki náð þeim skriðþunga sem þurfti til að brjóta á bak aftur áform stjórnvalda um að ganga að kröfunum. InDefence hópurinn er afar gott dæmi um hóp einstaklinga með ólíkar skoðanir til stjórnmála sem sameina krafta sína í þjóðfélagslega mikilvægu máli og náð árangri," segir í tilkynningunni. „Brynjar Níelsson hefur verið ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði og hefur staðið vörð um grunngildi réttarríkisins í opinberri umræðu. Þá hefur hann sýnt mikið hugrekki í baráttu gagnvart fólki, sem stjórnmálastéttin þorir ekki að andmæla af ótta við óvinsældir." Fyrri verðlaunahafar eru Margrét Pála Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason, Vefþjóðviljinn, Davíð Scheving Thorsteinsson, Hugmyndaráðuneytið og Viðskiptaráð. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Valhöll klukkan 17:30. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ákveðið að veita Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmanni og formanni Lögmannafélagsins, og InDefence hópnum svonefnd Frelsisverðlaun sambandins í ár. Verðlaunin fær Brynjar fyrir að vera ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði, líkt og það er orðað í tilkynningu SUS. Um InDefence segir að samtökin eigi hvað mestan heiður skilið fyrir að hindra að gengið yrði að kröfum Breta og Hollendinga Icesave málinu. „InDefence eru þau samtök sem á hvað mestan heiður eiga skilið fyrir að hindra að gengið yrði að ólögmætum og ósanngjörnum kröfum Breta og Hollendinga gegn þjóðinni í Icesave málinu. Ef ekki hefði verið fyrir InDefence, hefði andstaðan við málið líklega ekki náð þeim skriðþunga sem þurfti til að brjóta á bak aftur áform stjórnvalda um að ganga að kröfunum. InDefence hópurinn er afar gott dæmi um hóp einstaklinga með ólíkar skoðanir til stjórnmála sem sameina krafta sína í þjóðfélagslega mikilvægu máli og náð árangri," segir í tilkynningunni. „Brynjar Níelsson hefur verið ötull baráttumaður gegn pólitískum rétttrúnaði og hefur staðið vörð um grunngildi réttarríkisins í opinberri umræðu. Þá hefur hann sýnt mikið hugrekki í baráttu gagnvart fólki, sem stjórnmálastéttin þorir ekki að andmæla af ótta við óvinsældir." Fyrri verðlaunahafar eru Margrét Pála Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason, Vefþjóðviljinn, Davíð Scheving Thorsteinsson, Hugmyndaráðuneytið og Viðskiptaráð. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Valhöll klukkan 17:30.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira