Viðskipti innlent

Engar afskriftir hjá Róberti Wessman

Róbert Wessmann segir að ekki komi til afskrifta vegna skulda hans við Glitni.
Róbert Wessmann segir að ekki komi til afskrifta vegna skulda hans við Glitni.

Róbert Wessman segir að engin lán Glitnis til hans verði afskrifuð, allar lánveitingar bankans til hans verði gerðar upp og hann hafi ekkert að fela.

Stöð 2 fjallaði um skuldamál Róbert Wessman í kvöld. Þar kom fram að Róbert væri með 22 milljarða króna útistandandi lán hjá Glitni banka og að stærsti hluti lánsins væri að öllum líkindum glatað fé.

Í tilefni af þeim fréttum hefur Róbert sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Ég hef átt í viðskiptum við Glitni undanfarin ár vegna minna fjárfestinga og vinn nú að uppgjöri við bankann. Væntanlegt uppgjör felur ekki í sér neinar afskriftir á skuldum og mikilvægt er að halda því til haga. Skuldir mínar við Glitni eru að stórum hluta tilkomnar vegna fjárfestinga minna í hlutabréfum í bankanum sjálfum auka annarra fjárfestinga þar sem ég haf lagt til umtalsverða fjármuni og eignir til tryggingar sem nú renna inn í uppgjörið."








Tengdar fréttir

Róbert Wessman meðal stærstu skuldara Glitnis

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, var með 22 milljarða króna útistandandi lán hjá Glitni banka, rétt fyrir hrunið, en aðeins ári áður seldi hann hluti sína í Actavis til Novators fyrir um það bil 11 milljarða króna. Stærstur hluti lánsins er að öllum líkindum glatað fé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×