Lífið

Nýbökuð móðir í dúndurformi

Gisele Bündchen. MYND/Cover Media
Gisele Bündchen. MYND/Cover Media

Brasilíska súpermódelið Gisele Bündchen er komin í mjög gott líkamlegt form eftir að hafa æft daglega og það af fullri hörku samhliða réttu mataræði en hún eignaðist drenginn Benjamin fyrir aðeins sjö mánuðum.

Giseles á drenginn með Tom Brady.

Einkaþjálfari Hollywoodstjarnanna, Tracy Anderson, hefur unnið með Gisele síðan hún eignaðist drenginn og er ánægð með árangurinn.

Tracy Anderson einkaþjálfari stjarnanna í Hollywood.

„Ég hef unnið með nýbökuðum mæðrum eins og Gisele og eiginkonu leikarans Matthew McConaughey, Camilu Alves," segir Tracy.

„Gisele tók æfingarnar mjög alvarlega og þess vegna lítur hún stórkostlega vel út."

„Fólk heldur að frægu stjörnurnar hafi minna fyrir því að líta vel út en þannig er það alls ekki. Þær þurfa líka að hafa fyrir hlutunum."

Tracy segir stjörnunum að borða á 2-3 klukkutíma fresti og hreyfa sig daglega.

Tracy heldur því fram að frægar konur í Hollywood séu með útlitið á heilanum. Stjörnur á borð við Kristin Davis, Courteney Cox og Shakira eru í einkaþjálfun hjá Tracy.

Tracy segir þær allar tala opinskátt um hvað þær þurfa að hafa mikið fyrir því að líta vel út með því að hreyfa sig og borða meðvitað rétta fæðu.

„Þær viðurkenna allar að þurfa að hafa fyrir því að vera í dúndurformi og ég ber virðingu fyrir því," segir Tracy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.