Enski boltinn

Wenger útilokar að kaupa Chamakh í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marouane Chamakh í leik með Bordeaux.
Marouane Chamakh í leik með Bordeaux. Nordic Photos / AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur útilokað að hann muni kaupa Marokkómanninn Marouane Chamakh frá Bordeaux í Frakklandi í mánuðinum.

Félagaskiptaglugginn opnaði í dag og verður opinn til loka mánaðarins. Chamakh hefur lengi verið orðaður við Arsenal en samningur hans við Bordeaux rennur út í lok leiktíðarinnar.

„Chamakh er í Meistaradeildinni með Bordeaux og á toppi frönsku deildarinnar. Hann fer því hvergi eins og er," sagði Wenger við enska fjölmiðla í dag.

„Hann á fjóra mánuði eftir af samningi sínum og Bordeaux hefur engan áhuga á að selja hann."

Robin van Persie verður lengi frá vegna meiðsla og því þarf Wenger á nýjum framherja að halda. Hann segist þó ekki vita hvort eða hvaða leikmann hann muni kaupa í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×