Enski boltinn

Peter Reid og Alan Shearer eru efstir á lista Bolton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Reid er nýkominn til Stoke eftir að hafa þjálfað landslið Tælands.
Peter Reid er nýkominn til Stoke eftir að hafa þjálfað landslið Tælands. Mynd/AFP

Peter Reid, aðstoðarstjóri Stoke City, er efstur á lista hjá forráðamönnum Bolton sem leita nú að eftirmanni Gary Megson sem var rekinn frá liðinu á miðvikudaginn. Reid er þó ekki sáeini sem kemur til greina.

Alan Shearer hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Bolton en hann myndi þá hafa Gary Speed sér til aðstoðar. Darren Ferguson, fyrrum stjóri Peterborough United og sonur Sir Alex Ferguson hefur einnig verið nefndur til sögunnar.

Owen Coyle, stjóri Burnley, og Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City, voru einnig ofarlega á lista Bolton-manna en sýndu starfinu ekki áhuga.

Peter Reid á heimili í Bolton og þó svo að hann hafi ekki setið í stjórastól í ensku úrvalsdeildinni síðan 2003 hefur hann mikla reynslu sem stjóri Manchester City, Sunderland og Leeds auk þess að þjálfa landslið Tælands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×