Enski boltinn

Jo settur úr liði Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jo í leik með Everton.
Jo í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

David Moyes hefur refsað Brasilíumanninum Jo fyrir að fara í leyfisleysi heim til Brasilíu yfir hátíðarnar.

Jo er nú í láni hjá Everton frá Manchester City en enskir fjölmiðlar segja að hann hafi farið heim til Brasilíu án þess að hafa leyfi til þess hjá Moyes.

„Okkur líkar vel við Jo og hann er góður drengur. Okkur finnst gott að hafa hann hjá félaginu en það þarf að vera agi til staðar hjá öllum knattspyrnufélögum," sagði Moyes við enska fjölmiðla.

„Hann fór þegar það var mikið að gera hjá okkur og fjarvera hans gerði það að verkum að okkur vantaði leikmenn. Mér fannst þetta mjög erfitt og því er hann eins og stendur ekki hluti af liðinu."

Moyes sagði að eins og sakir standa væri um tímabundna refsingu að ræða en að það gæti þó breyst á næstu vikum.

Samkvæmt lánssamningnum á Jo að vera í herbúðum Everton til loka leiktíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×