Enski boltinn

Cesc Fabregas og Theo Walcott ættu að geta náð Everton-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas og Theo Walcott á æfingu með Arsenal.
Cesc Fabregas og Theo Walcott á æfingu með Arsenal. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn að þeir Cesc Fabregas og Theo Walcott verði orðnir góðir fyrir næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem verður á móti Everton 9.janúar næstkomandi. Þeir Fabregas og Walcot verða ekki með á móti West Ham í enska bikarnum um helgina.

Cesc Fabregas meiddist í 3-0 sigri á Aston Villa eftir að hafa komið inn á sem varamaður og skorað tvö flott mörk á aðeins 24 mínútum.

„Cesc verður frá í tíu daga en það gætu orðið tólf dagar. Eina spurningin er hvort að hann nær Everton-leiknum eða ekki," sagði Arsene Wenger og bætti við: „Walcott reif vöðva í mjöð og verður einnig frá í 10 til 12 daga.," sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir bikarleikinn.

Wenger staðfesti einnig að Nicklas Bendtner verði frá í þrjár vikur til viðbótar sem og bakvörðurinn Gael Clichy sem glímir við erfið bakmeiðsli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×