Innlent

Snælandsvídeo á hálum ís

SB skrifar
Snælandsvídeo í Hafnarfirði.
Snælandsvídeo í Hafnarfirði.
Starfsmaður Snælandsvídeo í Hafnarfirði kvartaði til Persónuverndar yfir því að eftirlitsmyndavél væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Fulltrúar Persónuverndar fóru á vídjóleiguna og breyttu sjónarhorni myndavélarinnar. 

Forsaga málsins er sú að starfsmaður Snælandsvídeo kvartaði yfir því að einni af eftirlitsmyndavélum fyrirtækisins væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Í svari frá Snælandsvídeo kom fram að starfsmaðurinn sem um ræddi væri að hætta og hefði "átt í hótunum" um að hafa samband við Persónuvernd.

Þá segir jafnframt í svari Snælandsvídeo að hin umdeilda eftirlitsmyndavél væri hugsuð til að hafa eftirlit með útgangi verslunarinnar.

"Hafa ber í hug að þessi tiltekna vél upplýsti hjá okkur innbrot um daginn, ef þessi tiltekna vél hefði ekki verið til staðar hefði innbrotið ekki verið upplýst, og þá um leið ekki annað innbrot í aðra verlsun sem átti sér stað sömu nótt," segir í svari Snælandsvídeo.

Þetta sættu starfsmenn Persónuverndar sig ekki við og fóru í vettvangsrannsókn. Þar skoðu þeir sjónarhorn eftirlitsmyndavélarinnar og komust að því að kaffiaðstaðan væri ekki undanskilin vökulu auga vélarinnar. Starfsmennirnir breyttu snarlega sjónarhorni vélarinnar.

Í dag var málið svo rætt hjá stjórn Persónuverndar. Þar var ákveðið að þar sem stillingu vélarinnar, sem beindist að kaffiaðstöðu hefði verið breytt, "og hún snýr nú að útidyrahurð en ekki að kaffiaðstöðunni," væri að svo stöddu ekki talin efni til frekari afskipti Persónuverndar af málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×