Enski boltinn

Pavlyuchenko til sölu fyrir rétta upphæð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roman Pavlyuchenko í leik með Tottenham.
Roman Pavlyuchenko í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að Rússinn Roman Pavlyuchenko sé til sölu fyrir rétta upphæð.

Pavlyuchenko kom til Tottenham frá Spartak Moskvu í ágúst árið 2008 en hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í einum deildarleik til þessa á tímabilinu.

„Ef hann vill fara og ef einhver er reiðubúinn að borga þá upphæð sem við viljum fá værum við reiðubúnir að skoða það," sagði Redknapp við enska fjölmiðla.

„Ég átti spjall við hann fyrir fáeinum vikum og hann sagði að hann vildi fara. Hann hefur verið óheppinn. Jermain Defoe hefur verið frábær og þeir Robbie Keane og Peter Crouch í mjög fínu formi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×