Enski boltinn

Rafael Benítez: Maraþon-ferðalagið þjappaði Liverpool-liðinu saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benítez, stjóri Liverpool.
Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Mynd/AP
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, er á því að maraþon-ferðalagið til Spánar sem tók meira en sólarhring, muni hafa góð áhrif á liðið fyrir fyrri undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar en Liverpool mætir Atlético Madrid klukkan 19.00 í kvöld.

„Ég held að leikmennirnir hafi notið ferðalagsins. Það hefur verið gaman að sjá hvernig allir í liðinu hafa staðið saman. Þetta hefur líka gefið leikmönnum tækifæri á að eyða meiri tíma saman, ræða málin og kynnast enn betur. Við verðum að nota þetta ferðlag á jákvæðan hátt og ég tal að ferðalagið hafi þjappað Liverpool-liðinu saman," sagði Rafael Benítez.

„Ég er viss um að allir eru þreyttir eftir svona ferðalag en í stað þess að fljúga í tvo til þrjá tíma þar sem allir væru að horfa á mynd eða spila PlayStation þá hafa menn verið að eyða meiri tíma saman og brjóta upp vinahópana innan liðsins," sagði Benítez.

Benítez horfði á leik Internazionale og Barcelona í hótelherbergi í París en hann segir niðurstöðuna úr þeim ekki valda honum áhyggjum þar sem langt ferðalag virtist fara illa í Barcelona-menn. „Ég held að þetta hafi ekki snúist um ferðaþreytu. Barcelona var mikið með boltann en þeir gerðu tvö eða þrjú mistök og Inter var hættulegt í skyndisóknunum," sagði Benítez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×