Enski boltinn

Ancelotti hefur trú á Cech

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petr Cech og Ashley Cole ræða saman.
Petr Cech og Ashley Cole ræða saman. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ekki misst trúna á Petr Cech markverði þrátt fyrir erfiðleika liðsins í desembermánuði.

Chelsea vann aðeins tvo af átta leikjum sínum í mánuðinum og hélt aðeins  hreinu í einum þessara leikja.

„Petr Cech er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins og einn besti markvörður heims," sagði Ancelotti við enska fjölmiðla. „Mér líkar vel við hann því hann tekur ábyrgð á sínum vítateig. Hann er duglegur að koma út og sækja boltann. Það er mikilvægt að vera með slíkan markvörð í enska boltanum."

„Markvörður sem tekur ábyrgð á teignum getur gert mistök af og til. Ég vil frekar vera með ábyrgðarfullan markvörð en þann sem stendur bara á marklínunni."

Chelsea mætir Watford í ensku bikarkeppninni á sunnudag og ætlar Ancelotti að stilla upp sínu sterkasta liði.

„Við viljum gera okkar allra besta. Eitt markmiða okkar er að vinna titilinn, rétt eins og við gerðum í fyrra."

Heiðar Helguson hefur verið í láni hjá Watford en mun ekki spila með liðinu gegn Chelsea þar sem hann er farinn aftur til QPR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×