Enski boltinn

Heiðar farinn aftur til QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með Watford í haust.
Heiðar Helguson í leik með Watford í haust. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson er farinn aftur til enska B-deildarfélagsins QPR eftir að hafa verið í láni hjá Watford í haust.

Heiðar var í gær orðaður við Newcastle í enskum fjölmiðlum en Watford er sagt hafa áhuga á að hafa hann áfram í sínum herbúðum.

Watford hefur hins vegar átt í miklum fjárhagsvandræðum og því óvíst hvort að félagið hafi efni á að fá Heiðar aftur í sínar herbúðir. Áhugi er þó fyrir því.

Watford mætir Chelsea í ensku bikarkeppninni á sunnudag og verður Heiðar því ekki með liðinu í þeim leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×